Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 9.5.2024 23:56:04


Ξ Valmynd

1.3.1  Útreiknuð leiðrétting lána

Leiðrétting á hverju láni er reiknuð út miðað við raunverulegar verðbætur  á leiðréttingartímanum, þ.e. árunum 2008 og 2009, og verðbætur sem miðast við 5,8% hækkun viðmiðunarvísitölu á ársgrundvelli. Þannig verður hvert gildi viðmiðunarvísitölu láns jafnt og síðasta gildi á undan margfaldað með 1,058 í veldinu einn deilt með tólf. Nemur leiðréttingin þeim mismun sem reiknast með þessum hætti. 

Við útreikninginn er miðað við að lánið hafi verið í fullum skilum. Leiðrétting er reiknuð á hverja samtölu afborgunar og vaxta og jafnframt á höfuðstól hvers láns eins og hann var í lok hvors árs 2008 og 2009.



 

Fara efst á síðuna ⇑