Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 26.9.2023 21:23:53


Ξ Valmynd

1.3.4  Hßmarks lei­rÚttingarfjßrhŠ­ umsŠkjanda

Hámark leiðréttingarfjárhæð hvers umsækjanda reiknast út frá heildarleiðréttingarfjárhæð allra sem tilheyra heimilinu en getur samtals ekki orðið hærri en 4.000.000 kr. hjá öllum heimilismönnum.

Fari fjárhæðin samtals yfir 4.000.000 kr. er hún lækkuð hlutfallslega miðað við þetta hámark. Hlutur umsækjanda er síðan reiknaður miðað við þetta hlutfall og útreiknaða leiðréttingarfjárhæð hans. 

Dæmi
Í neðangreindu dæmi er hámarks leiðréttingarfjárhæð umsækjanda 2.100.000 kr. (þ.e. útreiknuð leiðrétting lána að frádregnum niðurfærslum).

Í dæminu er umsækjandi í heimili með öðrum og samanlögð útreiknuð leiðréttingarfjárhæð allra í heimilinu er 5.523.809 kr. Sú útreiknaða leiðréttingarfjárhæð er lækkuð í 4.000.000 (hámark heimilisins). Þá er reiknað út hlutfall hámarksins í útreiknaðri leiðréttingarfjárhæð. Í þessu tilviki er hlutfallið 72,4138% (4.000.000/5.523.809 = 0,724138). Leiðréttingarfjárhæð umsækjanda er því 2.100.000 kr. (2.900.000 x 0,724138 = 2.100.000)


 

Fara efst ß sÝ­una ⇑