Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 10.5.2024 09:03:40


Ξ Valmynd

1.3.3  Hámarks leiðréttingarfjárhæð

Ef umsækjandi hefur tilheyrt fleiri en einu heimili á árunum 2008 og 2009 er leiðréttingin fyrst reiknuð fyrir hvert heimili fyrir sig. Útreiknuð leiðrétting hvers heimilis getur ekki orðið samtals hærri en 4.000.000 kr.

Ef útreiknuð leiðrétting umsækjanda miðað við öll þau heimili sem hann hefur tilheyrt á árunum 2008 og 2009 er samtals hærri en 4.000.000 kr. er reiknað út það hlutfall sem tilheyrir hverju heimili fyrir sig og skerðing útreiknaðrar fjárhæðar ákvörðuð miðað við þau hlutföll.

 

Fara efst á síðuna ⇑