Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 9.5.2024 21:42:32


Ξ Valmynd

1.3.2  Leiðréttingarfjárhæð miðað við heimili

Hámark leiðréttingar hjá hverju umsóknarheimili reiknast miðað við hjúskapar- og heimilisstöðu á árunum 2008 og 2009 (forsenduheimili) og getur aldrei orðið  hærri en 4.000.000 kr. samtals hjá öllum heimilismönnum. Leiðréttingarfjárhæð hvers heimilis er reiknuð út frá öllum lánum sem tilheyra hverju heimili á hverjum tíma á árunum 2008 og 2009.  

Ef umsækjandi hefur tilheyrt fleiri en einu heimili á árunum 2008 og 2009 er samtala leiðréttingarfjárhæðar reiknuð fyrir hvert heimili fyrir sig en hámarksfjárhæð hvers umsækjanda getur þó aldrei orðið hærri en 4.000.000 kr. en 2.000.000 kr. á hvort hjóna/sambúðarfólks.

 

Fara efst á síðuna ⇑