Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 24.6.2024 15:51:46


Ξ Valmynd

4.4.13  Ég átti eign međ fyrrverandi maka, get ég sótt um?

Ef ég var skráð/ur til lögheimilis, og átti eign, með fyrrverandi maka mínum á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009 og fyrrverandi maki minn er skráður eigandi fasteignarinnar í dag get ég þá sótt um leiðréttingu?

Já, þú getur sótt um. Lán sem þið skulduðuð samkvæmt kafla 5.2 í skattframtölum ykkar 2009 og/eða 2010 verða lögð til grundvallar útreikningi. Það skiptir ekki máli hvort þú skuldar lánið í dag eða ekki. Ef lán hefur verið greitt upp og þú ert með annað fasteignaveðlán í dag fer leiðréttingin inná nýja lánið. Ef þú skuldar ekki lengur fasteignaveðlán þá tilkynnir ríkisskattstjóri þér um sérstakan persónuafslátt sem nýttur verður við álagningu skatta á næstu fjórum árum.

 

Fara efst á síđuna ⇑