Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 24.6.2024 16:36:20


Ξ Valmynd

4.1.11  Get ég fengiđ leiđréttingu á lánum vegna fleiri en einnar fasteignar?

Leiðréttingin tekur aðeins til verðtryggða fasteignaveðlána vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota hér á landi. Almenna reglan er að ekki er hægt að fá leiðréttingu vegna fleiri en einnar fasteignar á sama tíma. Undantekning frá því er ef þú skiptir um íbúðarhúsnæði á árunum 2008 og /eða 2009 þá nær útreikningurinn til lána vegna beggja/allra fasteignanna, enda sé uppfyllt það skilyrði að heimilt sé að færa lánin í kafla 5.2 í skattframtali.

Ef þú ert í þeirri stöðu að hafa átt tvær íbúðir á árunum 2008 og 2009 vegna þess að ekki tókst að selja aðra þeirra vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði, og þú hafðir sérstaka undantekningarheimild til að færa lán vegna beggja íbúðanna í kafla 5.2 í skattframtali þínu getur leiðréttingin einnig tekið mið af lánum vegna tveggja íbúða. Almennt skilyrði er eftir sem áður að íbúðirnar hafi verið ætlaðar til eigin nota.

 

Fara efst á síđuna ⇑