Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 29.4.2024 11:57:09


Ξ Valmynd

4.4.9  Á ég ađ leiđrétta lánaupplýsingarnar sem birtast í umsókninni?

Ef að þær upplýsingar um lánin sem þú skuldaðir samkvæmt skattframtali 2009 og/eða 2010 eru rangar þá þarftu að leiðrétta þær. Þetta getur t.d. verið þannig að nafn lánveitanda eða númer lánsins er rangt skráð. 
 
Ef lán hefur færst á milli lánveitenda, t.d. frá sparisjóði yfir til banka, þá þarftu að athuga að nafn upphaflegs lánveitanda þarf að koma fram á listanum. Við yfirferð á umsókninni verða síðan sóttar rafrænt upplýsingar um lánið til núverandi lánveitanda. Þú þarft ekki að gera neitt annað en að leiðrétta listann ef hann er rangur.
 

 

Fara efst á síđuna ⇑