Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 29.4.2024 14:57:09


Ξ Valmynd

4.4.1  Hvađa lán verđa leiđrétt?

Útreikningur á leiðréttingu tekur til verðtryggðra fasteignaveðlána sem tekin voru til að kaupa eða byggja íbúðarhúsnæði til eigin nota umsækjanda og færð voru í kafla 5.2 í skattframtali hans 2009 og /eða 2010. Athugið að ef lán uppfyllir þessi skilyrði en voru tryggð með lánsveði þá geta þau einnig fallið undir leiðréttinguna.

Jafnframt er hægt að óska sérstaklega eftir að tekið verði tillit til verðtryggra lána sem sannanlega voru tekin til endurbóta á íbúðarhúsnæðinu en voru ekki færð í kafla 5.2 í skattframtali. Þetta er gert með því að senda tölvupóst á adstod@leidretting.is þar sem gerð er grein fyrir þeim lánum sem um ræðir og þeim endurbótum sem gerðar voru. Tekin verður afstaða til hverrar umsóknar fyrir sig og ef einhverjar upplýsingar eða gögn vantar verður haft samband við umsækjanda með tölvupósti.

 

Fara efst á síđuna ⇑