Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 3.3.2024 02:33:28


Ξ Valmynd

1.2.4  Sta­festing

Til þess að unnt væri að yfirfara og afgreiða umsóknir þurfti ríkisskattstjóri að geta aflað nauðsynlegra gagna frá fjármálafyrirtækjum og öðrum aðilum ef þau lágu ekki ljós fyrir og þörf var á. Eins þurfti og þarf að miðla upplýsingum til lánveitenda um lán umsækjenda. Þess vegna urðu umsækjendur að staðfesta að þeir hefðu kynnt sér reglur þær sem gilda um öflun og miðlun upplýsinga.  

Um heimild ríkisskattstjóra til að nýta og afla nauðsynlegra upplýsinga og gagna, og eftir atvikum miðla þeim til lánveitenda, er kveðið á um í 6. gr. laga nr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggra fasteignaveðlána:
6. gr.  
Öflun og miðlun upplýsinga

      Ríkisskattstjóra skal heimilt að afla nauðsynlegra upplýsinga við afgreiðslu umsóknar, svo sem frá umboðsmanni skuldara, lánastofnunum, öðrum lánveitendum, sýslumönnum og Þjóðskrá Íslands, óháð þagnarskyldu þessara aðila. Hér undir falla m.a. upplýsingar sem leggja þarf til grundvallar skv. 7., 8. og 11. gr. og miðast við hjúskaparstöðu á hverjum tíma. Upplýsingar skulu veittar án endurgjalds og á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
     Nýting upplýsinga, sem ríkisskattstjóri ræður yfir á grundvelli almennrar skattframkvæmdar, skal heimil eftir því sem nauðsynlegt er.
     Þrátt fyrir ákvæði 117. gr. laga nr. 90/2003 skal ríkisskattstjóra heimilt að miðla þeim upplýsingum til lánveitenda sem máli skipta, svo sem vegna auðkenningar við útreikning lána skv. 7. gr., frádráttarliða skv. 8. gr. og annarrar framkvæmdar sem þeim kann að vera falin samkvæmt lögum þessum, sbr. 11. gr. Lánveitendur sem móttaka slíkar upplýsingar eru bundnir þagnarskyldu vegna þeirra og mega ekki nýta sér þær í öðrum tilgangi en samkvæmt lögum þessum. Að öðru leyti er ríkisskattstjóri bundinn þagnarskyldu vegna þeirra upplýsinga sem hann móttekur á grundvelli laga þessara.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑