Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 10.5.2024 13:12:13


Ξ Valmynd

1.3  Niðurstaða leiðréttingar

Útreikningur leiðréttingarinnar tekur til verðtryggðra fasteignaveðlána sem til staðar voru einhvern tímann á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2009 og voru viðurkennd sem grundvöllur fyrir útreikningi vaxtabóta (lán sem færð voru í kafla 5.2 í skattframtali 2009 og 2010). Útreikningurinn miðast við mismun raunverðbóta, þ.e. eins og þær voru við hverja greiðslu af láninu/lánunum, og leiðréttra verðbóta, sbr. reglugerð nr. 990/2014, sem sett var á grundvelli laga nr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. 

Útreikningurinn byggist jafnframt á forsendu- og umsóknarheimili: 
  • Forsenduheimili
    Til forsenduheimilis teljast þeir sem skráðir voru til heimilis á sama stað á árunum 2008 og 2009 og voru í hjúskap/sambúð. Sama gildir um þá sem voru skráðir eigendur að íbúðarhúsnæðinu í sameign með öðrum samkvæmt upplýsingum í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands, þótt þeir skiluðu ekki sameiginlegu skattframtali.

    Ef breytingar urðu á hjúskaparstöðu, eða því hverjir héldu saman heimili á þessum árum, verða forsenduheimilin fleiri en eitt og þarf þá að reikna leiðréttinguna miðað við öll heimilin.

  • Umsóknarheimili
    Til umsóknarheimilis teljast þeir sem skráðir voru til heimilis á sama stað í árslok 2013 og voru í hjúskap/sambúð eða voru skráðir eigendur að íbúðarhúsnæðinu í sameign samkvæmt upplýsingum í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. 
Útreikningarnir eru framkvæmdir af lánveitanda/lánveitendum.

Hér má sjá kynningarmyndband um útreikning og samþykkt leiðréttingarinnar

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑