Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 10.5.2024 18:46:35


Ξ Valmynd

1.2.3  Lánaupplýsingar

Í umsókninni birtist listi yfir lán sem færð voru í kafla 5.2 í skattframtölum umsækjenda árin 2009 og 2010 og miðast því við stöðu á lánunum í árslok 2008 og 2009. Skiptir þá ekki máli hvort um var að ræða verðtryggð lán, óverðtryggð lán eða önnur lán, t.d. í erlendri mynt, öll birtast þau í umsókninni. Öll lán sem færð eru í kafla 5.2 í skattframtali eiga það sammerkt að eiga að hafa verið tekin til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota og uppfylla því skilyrði til útreiknings á vaxtabótum. Leiðréttingin tekur til verðtryggðra veðlána í kalfa 5.2 í skattframtölum 2009 og/eða 2010.

Lánaupplýsingar voru ekki áritaðar fyrirfram í skattframtal 2009 og þess vegna var umsækjendum sérstaklega bent á að yfirfara þær vel.

Eigin not íbúðarhúsnæðis
Með eigin notum á íbúðarhúsnæði er átt við að eigandi hafi það til íbúðar fyrir sjálfan sig og sína fjölskyldu. Hefur þetta verið grundvöllur fyrir því að ákvarða vaxtabætur. Aðstæður geta þó verið þannig tímabundið, t.d. vegna náms, veikinda eða atvinnuþarfa, að eigandi íbúðarhúsnæðis getur ekki sjálfur nýtt það til íbúðar og hefur réttur til vaxtabóta þá ekki fallið sjálkrafa niður. Með tímabundnum aðstæðum er átt við að eigandi íbúðarhúsnæðis geri líklegt að hann muni innan ákveðins tíma taka húsnæðið aftur til eigin nota. Það ber því undir eiganda að sýna fram á þessar aðstæður og er hvert tilviki metið sérstaklega.

Eftirstöðvar í árslok sagðar 0 kr.
Ef eftirstöðvar í árslok samkvæmt birtum lánaupplýsingum voru 0 kr. annað hvort í skattframtali 2009 eða 2010 getur það t.d. stafað af því að lán hafi verið greitt upp á tekjuárunum 2008 eða 2009. Við þær aðstæður hefðu engu að síður átt að koma fram þær greiðslur sem til féllu á líftíma lánsins. Þessar upplýsingar áttu að standa þannig í umsókninni. Bent var á að einnig gæti hafa verið skipt um lánsnúmer á viðkomandi ári og eftirstöðvar á gamla lánsnúmerinu tilgreindar 0 kr. en á því nýja rétt fjárhæð. Ef upphaflegt nafn lánveitanda var ekki rétt þurfti að leiðrétta það en ekki breyta lánsnúmeri.

Lán til endurbóta
Hægt var að óska eftir því að við útreikning á leiðréttingunni yrði tekið tillit til verðtryggra fasteignalána sem sannanlega voru tekin til endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota þótt ekki hafi verið heimilt að færa þau í kafla 5.2 í skattframtali. Þetta gat átt við um lán sem tekin voru í þessu skyni hjá öðrum en Íbúðalánasjóði, t.d. hjá lífeyrissjóði. Senda þurfti beiðni um þetta í tölvupósti til adstod@leidretting.is. Fram þurfti að koma til hvaða endurbóta lánið var tekið. Tekin var afstaða til hverrar beiðnar fyrir sig og ef þörf var á óskað eftir frekari skýringum og gögnum með tölvupósti til umsækjanda.

Ef lán var/er ekki verðtryggt
Til grundvallar útreikningi á leiðréttingu liggja einungis þau verðtryggðu veðlán sem umsækjandi skuldaði samkvæmt skattframtölum 2009 og/eða 2010. Ef lán í kafla 5.2 í skattframtölum 2009 og/eða 2010 var ekki verðtryggt taldist það ekki með við útreikninginn. Ef umsækjandi hafði breytt láni úr verðtryggðu í óverðtryggt, eða öfugt, miðaðist útreikningurinn við það tímamark sem breytingin var gerð.

Leiðrétting
Bent var á að ef upplýsingarnar sem birtust í umsókninni voru ekki réttar þyrfti að leiðrétta þær. Nauðsynlegt var að fram kæmu með réttum hætti nöfn allra lánveitenda og númer lána. Ef lán hafði færst á milli fjármálafyrirtækja þurfti nafn á upphaflegum lánveitanda að koma fram. 

 

Fara efst á síðuna ⇑