Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 5.12.2022 18:40:12


Ξ Valmynd

1.2.1  UmsŠkjandi

Þeir sem áttu íbúðarhúsnæði til eigin nota á árunum 2008 og/eða 2009 og gátu sótt um leiðréttingu á verðtryggðum fasteignaveðlánum sínum. Leiðréttingin tekur ekki til lána í erlendri mynt eða óverðtryggra lána.
 
Einhleypir
Þeir sem ekki voru í hjónabandi eða sambúð í árslok 2013 gerðu hver sína umsókn. Skipti ekki máli þótt þeir hafi átt/eigi íbúðarhúsnæðið með fleirum.
 
Hjón og sambúðarfólk
Umsókn hjóna eða einstaklinga sem uppfylla skilyrði til að gera sameiginlegt skattframtal var sameiginleg, nema ef annað eða bæði hefðu verið í sambúð með öðrum einstaklingi á árunum 2008 og 2009 þá þurftu núverandi hjón/sambúðarfólk, að gera hvort sína umsókn.

Ef hjúskap/sambúð var slitið á árinu 2014 gerði hvor um sig sína umsókn en útreikningar miðast við sameiginlegt heimili í árslok 2013.
 
Heimilisfólk
Á listanum sem birtur var yfir heimilisfólk í umsókninni komu fram einstaklingar sem deildu íbúðarhúsnæði í sameign, þ.e. allir þeir sem voru skráðir til heimilis á sama stað í árslok 2013 og voru skráðir eigendur samkvæmt upplýsingum í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑