Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 5.12.2022 18:12:38


Ξ Valmynd

1.2.2  Heimilisfˇlk

Upplýsingar um heimilisfólk sem birtar voru í umsókn um leiðréttingu voru miðaðar við skráningu í Þjóðskrá Íslands í árslok 2013. Heimilismaður í þessu samhengi eru þeir sem bjuggu saman sem hjón eða sambúðarfólk og þeir sem héldu sameiginlegt heimili þótt þeir uppfylltu ekki skilyrði til að telja fram saman og voru báðir/allir eigendur að íbúðarhúsnæðinu.

Ef um var að ræða hjón eða einstaklinga sem uppfylltu skilyrði til samsköttunar þá skipti ekki máli hvort báðir voru skráðir eigendur að íbúðarhúsnæðinu, bæði nöfnin þurftu að koma fram. Eins þurftu að koma fram nöfn þeirra einstaklinga sem bjuggu á heimilinu og voru líka eigendur að því.

Ef tveir eða fleiri einstaklingar héldu heimili saman og áttu hlut í íbúðarhúsnæðinu, án þess að vera hjón eða sambúðarfólk, þurftu öll nöfn eigenda sem í húsnæðinu bjuggu að koma fram.

Leiðrétting
Gert var ráð fyrir því að umsækjendur leiðréttu allar upplýsingar sem ekki ekki voru réttar, þ.m.t. að fella niður skráningu ef einstaklingur var ekki heimilismaður en bæta við ef um var að ræða fleiri heimilismenn en birtust á listanum miðað við stöðuna eins og hún var 31. desember 2013.

Sótt um hvort í sínu lagi
Samkvæmt lögum um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána gátu hjón og sambúðarfólk sem uppfyllti skilyrði til samsköttunar í árslok 2013 valið hvort þau vildu sækja um sameiginlega eða hvort í sínu lagi. Sjálfkrafa voru hjón og sambúðarfólk með sameiginlega umsókn en ef þau óskuðu eftir því að sækja um hvort í sínu lagi var það gert með því að smella á þar til gerðan hnapp. Ef umsókn var slitin í sundur með þessum hætti varð hvor umsækjandi fyrir sig að skrá sig inn á umsóknarvefinn til að sækja um.  
 

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑