Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 11.12.2023 06:27:50


Ξ Valmynd

1.1  Almennt um leiđréttingu fasteignaveđlána

Hægt var að sækja um leiðréttingu á verðtryggðum fasteignaveðlánum frá því að umsókn var opnuð 18. maí til og með 1. september 2014. Þá var endanlega lokað fyrir umsóknir og ekki unnt að taka erindi sem berast eftir þann tíma til afgreiðslu.

Sótt var um með rafrænum skilríkjum, annað hvort í korti eða síma, eða varanlegum veflykil ríkisskattstjóra (sjá nánar í kafla 4.1.10). Umsækjendur voru hvattir til að nota rafræn skilríki eða afla sér þeirra hefðu þeir ekki gert það þá þegar.

Yfirferð og útreikningur 
Eftir að umsóknirnar bárust voru þær yfirfarnar og síðan teknar til útreiknings ef allar nauðsynlegar upplýsingar lágu fyrir. Ef einhverjar upplýsingar vantaði var haft samband við umsækjendur í gegnum tölvupóst.

Afgreiðsla - niðurstaða
Lang stærsti hluti umsókna um leiðréttingu verður afgreiddur á sama tíma. Þannig skiptir ekki máli um afgreiðslu hvenær á tímabilinu maí til 1. september 2014 umsókn barst, svo fremi að ekki vantaði upplýsingar eða gögn sem útreikningur byggist á.

Hægt verður að birta niðurstöðu útreiknings fyrir stærstan hluta umsækjanda við fyrstu birtingu. Allir umsækjendur fá tölvupóst um það hver staðan er í þeirra tilviki. Þeir sem ekki fá niðurstöðu í sínu máli við fyrstu birtingu fá tilkynningu um það hvenær þeirra umsókn hefur verið afgreidd. Frestun á birtingu getur m.a. verið vegna þess að um flóknar breytingar á stöðu heimila hefur verið að ræða, upplýsingar liggja ekki fyrir frá lánveitendum eða aðrar ástæður. Stefnt er að því að birta niðurstöðu fyrir alla umsækjendur innan skamms.  


 

Fara efst á síđuna ⇑