Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 19.5.2024 01:04:49


Ξ Valmynd

2.6.6  Frádráttur vegna viđhalds og endurbóta

Gerð er grein fyrir frádrætti vegna viðhalds og endurbóta á íbúðar- og frístundahúsnæði á eyðublaði RSK 3.22.

Við álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012 heimilast til frádráttar tekjuskatts­stofni 50% af þeirri fjárhæð sem greidd er vegna vinnu án virðisaukaskatts sem unnin er á árunum 2010 og 2011 vegna viðhalds og endurbóta á íbúðar- og frístundahúsnæði til eigin nota. Heimild þessi tekur einnig til viðhalds og endurbóta á útleigðu íbúðarhúsnæði utan atvinnu­rekstrar. Hámark frádráttar er 200.000 kr. hjá einstaklingi. Hjá hjónum og samsköttuðum er hámarksfrádráttur 300.000 kr. og kemur til lækkunar hjá þeim sem hefur hærri tekjuskatts­stofn í kafla 2.7 á skattframtali.
 
Frádráttur er háður því skilyrði að skilað hafi verið á fullgildum reikningum vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts af sama tilefni. Sækja þurfti um frádrátt á tekjuskattsstofni samhliða umsókn um endurgreiðslu á virðisaukaskatti, í síðasta lagi 31. janúar árið 2011 vegna tekjuársins 2010. Sækja þarf um frádráttinn vegna tekjuársins 2011 í síðasta lagi 31. janúar árið 2012.

 

Fara efst á síđuna ⇑