Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 21.12.2024 13:10:13


Ξ Valmynd

3.9  Annar söluhagnaður

Hér færist skattskyldur söluhagnaður af eignum sem ekki tengjast atvinnurekstri. Þó ekki hlutabréfum. Hér er fyrst og fremst átt við sölu fasteigna og lausafjár.

Hagnaður af sölu lausafjár er þó ekki skattskyldur nema eignanna hafi verið aflað í þeim tilgangi að selja með hagnaði. Sjá nánar um kaup og sölu eigna í kafla 7.4.
 
Undir þennan lið falla einnig aðrar skattskyldar fjármagnstekjur utan atvinnurekstrar sem ekki eru taldar fram annarsstaðar á framtalinu.

 

Fara efst á síðuna ⇑