Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 21.12.2024 13:05:33


Ξ Valmynd

3.2  Innstæður í erlendum bönkum

Hér skal færa innstæður í erlendum bönkum. Þær færast til eignar í íslenskum krónum á kaupgengi í árslok, í reit 321. Vaxtatekjur af þeim færast, þegar þær eru lausar til ráðstöfunar, í reit 322. Vaxtatekjur sem falla til yfir árið má færa á meðalkaupgengi ársins.
 
Gengistafla vegna ársins 2022
Gjaldmiðill

Meðalkaupgengi ársins

(fyrir vaxtatekjur ársins)

Kaupgengi í árslok

(fyrir innstæður í árslok)

USD  Bandaríkjadalur 135,46 141,54
GBP  Sterlingspund 166,90 170,25
EUR  Evra 142,33 150,99
DKK  Dönsk króna 19,131 20,303
NOK  Norsk króna 14,091 14,343
SEK  Sænsk króna 13,387 13,577
CHF  Svissneskur franki 141,83 153,11
JPY  Japanskt jen 1,0328 1,0714
CAD  Kanadadalur 103,95 104,36
PLN  Pólskt slot 30,379 32,248

Upplýsingar um gengi annarra gjaldmiðla má fá á heimasíðu Seðlabankans, sedlabanki.is

 

 

Fara efst á síðuna ⇑