Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 24.4.2024 22:09:39


Ξ Valmynd

7.1  Uppgjör atvinnurekstrar

Einstaklingar með eigin atvinnurekstur skila rekstrarskýrslu með framtali sínu.

Til eru fjórar gerðir af rekstrarskýrslum:
  • RSK 4.10 Rekstraryfirlit
  • RSK 4.11 Rekstrarskýrsla
  • RSK 1.04 Skattframtal rekstraraðila
  • RSK 4.08 Landbúnaðarskýrsla
Sjá einstök rekstrarform.

Rekstraryfirlit RSK 4.10 er eingöngu notað ef um mjög einfaldan rekstur er að ræða og rekstrartekjur fara ekki yfir 2 milljónir króna á ári og ekki er um að ræða vsk.-skil. Frekari skilyrði eru að ekki séu greidd laun til annarra, að ekki sé gjaldfærður aksturskostnaður og að ekki séu notaðar fyrnanlegar eignir í rekstrinum. Sé velta meiri eða önnur skilyrði ekki uppfyllt er rekstrarskýrsla RSK 4.11 notuð. Hún gildir fyrir einstaklingsrekstur með ársveltu allt að 30 milljónum króna. Eyðublað RSK 1.04 er notað fari ársvelta yfir 30 milljónir króna á ári. Bændur í almennum búrekstri skila þó alltaf RSK 4.08 án tillits til veltu.

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑