Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 5.1.2025 15:47:29


Ξ Valmynd

7.19.2  Styrkhæfur kostnaður

Styrkhæfur kostnaður skv. framtali (sbr. og greinargerð til Rannís)

  1. Starfsmannakostnaður (eigin starfsmenn (vísindamenn, tæknimenn og annað aðstoðarfólk sem vinnur að rannsóknarverkefninu)).
  2. Verktakakostnaður við utanaðkomandi verktaka (annar en aðkeypt rannsóknar- og þróunarvinna skv. staðfestingu Rannís).
  3. Kostnaður við tæki og búnað að því marki og í þann tíma sem þau eru notuð við rannsóknarverkefnið. Ef fyrrgreind tæki og búnaður eru ekki notuð allan endingartíma sinn við rannsóknarverkefnið telst aðeins afskrifaður kostnaður, sem samsvarar þeim tíma sem rannsóknarverkefnið varir og er reiknaður á grundvelli góðra reikningsskilavenja.
  4. Kostnaður tengdur byggingum og landi, að því marki og í þann tíma sem þau eru notuð við rannsóknarverkefnið, telst, að því er varðar byggingar, aðeins afskrifaður kostnaður sem samsvarar þeim tíma sem rannsóknarverkefnið varir og er reiknaður á grundvelli góðra reikningsskilavenja. Að því er varðar land er útlagður kostnaður við afsal eða fjármagnskostnaður, sem stofnað er til í reynd.
  5. Kostnaður í tengslum við samningsbundnar rannsóknir, tækniþekkingu og aðkeypt einkaleyfi, sem keypt eru, eða leyfi sem eru fengin frá utanaðkomandi aðilum á markaðsverði í viðskiptum ótengdra aðila og ekkert samráð á sér stað, sem og kostnaður vegna ráðgjafar og sambærilegrar þjónustu sem er eingöngu nýtt í tengslum við rannsóknarstarfsemina.
  6. Annar kostnaður sem stofnað er til beint vegna rannsóknarverkefnisins.
  7. Annar rekstrarkostnaður, þ.m.t. efniskostnaður, kostnaður við birgðir og þess háttar sem stofnað er til í beinum tengslum við rannsóknarstarfsemina.

Aðkeypt rannsóknar- og þróunarvinna, sem staðfest hefur verið af Rannís
Aðkeypt rannsóknar- og þróunarvinna telst styrkhæfur kostnaður ef vinnan er keypt af ótengdu fyrirtæki, háskóla eða stofnun og er ætluð til nota í staðfestu nýsköpunarverkefni.

 

Fara efst á síðuna ⇑