Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 11.11.2024 10:57:24


Ξ Valmynd

5.2.1  Lán frá Íbúðalánasjóði

Á sundurliðunarblaði með framtali koma fram upplýsingar um lán frá Íbúðalánasjóði. Þær færir framteljandi í lið 5.2 á framtali ef um er að ræða lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Sé svo ekki færast lánin í lið 5.5. Á vefframtalinu er að finna nánari upplýsingar og skýringar varðandi áritununa.
 
Hjá þeim sem eru upphaflegir lántakendur eru upplýsingar á sundurliðunarblaði í samræmi við upplýsingar á greiðsluseðlum ársins 2020. Til hagræðingar fyrir þá sem hafa yfirtekið lán 1991 eða síðar koma að auki fram upplýsingar á sundurliðunarblaði um uppreiknaðar afborganir miðað við yfirtöku. Í þeim tilvikum skal færa uppreiknaðar afborganir í reit 6 í lið 5.2 á framtali. Hafi láni verið nafnbreytt af öðrum ástæðum en vegna sölu, t.d. vegna hjónaskilnaðar eða sambúðarslita, skal færa „Afborgun af nafnverði“ í reit 6.
 
Upplýsingar um lántökukostnað koma ekki fram á sundurliðunarblaði og þarf framteljandi að færa þær upplýsingar í reit 8 í lið 5.2 á framtali.
 
Þá getur vantað á sundurliðunarblað fullnægjandi upplýsingar um lán sem yfirtekin voru á árinu 2020. Bæði kaupandi og seljandi þurfa að gæta þess að færa réttar upplýsingar á framtalið miðað við vaxtauppgjör þeirra á milli.
 
Sundurliðunarblaðið ber ekki með sér upplýsingar um uppreiknaðar afborganir lána sem yfirtekin voru fyrir 1991 og í þeim tilvikum þarf framteljandi að uppreikna afborganir lánsins miðað við yfirtökudag. Sama á við hafi yfirtekið lán verið greitt upp á árinu. Sjá skýringar varðandi uppreikning lána í 5.2, 6. tölulið.

 

Fara efst á síðuna ⇑