Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 23.11.2024 12:21:05


Ξ Valmynd

7.10.1  Dagvistun barna

Greiðslur fyrir dagvistun barna á að gera upp sem rekstrartekjur. Til frádráttar þessum tekjum má færa sannanlegan kostnað sem færa skal á rekstrarreikning (RSK 4.10 eða 4.11 eftir umfangi rekstrarins). Í stað þess að sundurliða kostnað á rekstrarreikningi er heimilt að færa hámarksfrádrátt samkvæmt mati ríkisskattstjóra sem hér segir:

Frádráttur á móti tekjum af fæðissölu í stað sannanlegs fæðiskostnaðar fyrir börn árið 2020:
  • 224 kr. fyrir hvern seldan morgunverð eða síðdegishressingu, en 12 ára og eldri 291 kr.
  • 446 kr. fyrir hvern seldan hádegis- eða kvöldverð, en 12 ára og eldri 580 kr.

Frádráttur má þó aldrei nema hærri fjárhæð en innheimt var fyrir sölu fæðis samkvæmt gjaldskrá.
 
Sem frádrátt í stað sannanlegs viðhaldskostnaðar húsnæðis og húsbúnaðar, kostnaðar vegna hreinlætisvara, föndurvara, bóka o.þ.h. má færa 25% af tekjum, öðrum en tekjum vegna fæðissölu, en þó aldrei hærri fjárhæð en innheimt var vegna þessara liða samkvæmt gjaldskrá.
 
Niðurstöður af rekstrarreikningi færast í reiti 24 og 62 á framtali eftir því sem við á.

 

Fara efst á síðuna ⇑