Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 2.12.2024 06:54:21


Ξ Valmynd

8.4.3  Endurfjármögnun lána vegna íbúðarkaupa - hlutföllun

Dæmi um útreikning á hlutföllun láns
 
Í september 2005 tóku Jón og Gunna lán í Xbanka. Lánið var að fjárhæð kr. 12.825.000, lántökukostnaður var
kr. 325.000 og fengu þau því útborgaðar 12,5 milljónir. Með láninu greiddu þau upp tvö lán sem tekin höfðu verið til íbúðakaupa, eftirstöðvar samtals að fjárhæð kr. 10 milljónir og bílakaupalán að fjárhæð kr. 2,5 milljónir.

Lántaka hjá Xbanka  
Heildarfjárhæð láns

+         12.825.000

Lántökukostnaður 

-               325.000

Útborgað lán alls

=         12.500.000

Uppgreidd lán (sem mynduðu rétt til vaxtabóta)
 
Lánveitandi  Eftirstöðvar við uppgreiðslu
Íbúðalánasjóður 

+          7.151.866

Sparisjóðurinn

+          2.848.134

Uppgreidd lán alls

=        10.000.000

Hlutfall  
Uppgreidd lán   /       Útborgað lán     =      Hlutfall til íbúðarkaupa
10.000.000         /       12.500.000     =      80,00%
 
 
Eftirstöðvar nýja lánsins í árslok 2005 voru kr. 13.033.488. Þar af færast 80% af eftirstöðvunum í kafla 5.2 á framtalinu eða kr. 10.426.790 og afgangurinn eða 20% færast í kafla 5.5 eða kr. 2.606.698. Vaxtagjöldin eru alls kr. 475.623 (182.082 - 31.459 + 325.000). Skiptast þau í sömu hlutföllum, þ.e. 80% eða kr. 380.498 færast í kafla 5.2 og 20% eða kr. 95.125 í kafla 5.5.

 

Fara efst á síðuna ⇑