Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 19.3.2024 07:15:41


Ξ Valmynd

1.8.1  Þjónustusíðan þín

Hver framteljandi á sína eigin þjónustusíðu á þjónustuvef ríkisskattstjóra, skattur.is, sem er ávallt aðgengileg með veflykli. Það má hugsa sér að hún komi í stað gömlu skattamöppunnar sem margir hafa komið sér upp í gegnum árin. Þjónustusíðan hefur að geyma margvíslegar persónulegar upplýsingar auk ýmissa valkosta, þar sem útfylling og skil skattframtals er sá veigamesti. Auk framtalsgerðar er unnt að skoða framtöl fyrri ára, fá bráðabirgðaútreikning álagningar, sækja staðfest afrit framtals og senda inn leiðréttingar og kærur. Þegar álagningu er lokið má nálgast álagningarseðilinn á þjónustusíðunni. Þar má skila launamiðum og hlutafjármiðum, sem og virðisaukaskatti og staðgreiðslu.
 
 
Á þjónustusíðunni þinni getur þú fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar er þig varða, m.a. þessar (uppruni í sviga):
 
• þín ökutæki (Umferðastofa)
• þínar fasteignir (Þjóðskrá Íslands)
• þín staða hjá ríkissjóði (Fjársýsla)
• þín námslán (LÍN)
• þínar bætur (Tryggingastofnun)
• þín félög (Fyrirtækjaskrá RSK)
• þín staðgreiðsla (RSK)
• þín álagning (RSK)
• þín gagnaskil (RSK)
• þín skattskil (RSK)
 
Á þjónustusíðunni er unnt að gefa upp og breyta netfangi, símanúmeri og bankareikningsupplýsingum.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑