Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 4.5.2024 17:51:14


Ξ Valmynd

8.3.7  Sérstök vaxtaniðurgreiðsla

Sérstök vaxtaniðurgreiðsla verður greidd á árunum 2011 og 2012. Fjárhæðin er 0,6% af eftirstöðvum lána vegna íbúðarkaupa, eins og þær eru í árslok 2010 og 2011. Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd.

Hámark vaxtaniðurgreiðslu er 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. hjá einstæðu foreldri, hjónum og sambúðarfólki. Fjárhæðin skerðist ef hrein eign einhleypings fer yfir 10.000.000 kr. og fellur niður við 20.000.000 kr. eign. Hjá einstæðu foreldri og hjónum/sambúðarfólki skerðist vaxtaniðurgreiðslan ef hrein eign fer yfir 15.000.000 kr. og fellur niður við 30.000.000 kr. eign.

Vaxtaniðurgreiðsla að viðbættum vaxtabótum getur ekki orðið hærri en vaxtagjöld ársins vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Greiðsla fer fram í tvennu lagi; 1. maí og 1. ágúst.

 

Fara efst á síðuna ⇑