Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 10.5.2024 19:32:24


Ξ Valmynd

1.5  Útreikningur á sjómannaafslætti

Niðurstöðutölur af Greinargerð um sjómannaafslátt RSK 3.13 skal færa í þennan lið. Annars vegar laun vegna sjómennsku og hins vegar sjómannadaga. Sá dagafjöldi sem færist á framtal er annað hvort (A) fjöldi daga á ráðningartíma eða (B) fjöldi lögskráningardaga, margfaldaður með 1,49. Sú tala sem lægri er færist á framtalið.
 
 
Þess ber að geta að fjöldi lögskráningardaga skv. skráningu Siglingastofnunar er nú áritaður á Greinargerð um sjómannaafslátt RSK 3.13. Sjá nánar í kafla 7.2.

Sjómannaafsláttur við álagningu 2011 (vegna sjómannslauna 2010) er 987 kr. á dag.

 

Fara efst á síðuna ⇑