Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 21.12.2024 16:35:23


Ξ Valmynd

9.2  Vaxtabætur - leigugreiðslur - barnabætur

Ég missti vinnuna en gat fengið vinnu úti á landi og flutti því þangað á síðasta ári. Leigði íbúðina mína út og tók aðra á leigu á nýja staðnum. Get ég fengið einhvern frádrátt frá leigutekjunum?

Svar: Í svona tilvikum, þegar um tímabundna útleigu er að ræða, má færa leigu­greiðslurnar til frádráttar á móti leigutekjunum. Ef um jákvæðan mis­mun er að ræða færist hann í reit 510, á bls. 3 á skattframtali.


Ég keypti íbúð árið 2009 án þess að vera búinn að selja gömlu íbúðina mína. Ekki hefur gengið að selja, hvorki nýju íbúðina né þá gömlu, og þess vegna hef ég borið vaxtagjöld vegna lána af þeim báðum. Get ég fengið vaxtabætur miðað við öll þessi vaxtagjöld?

Svar: Já, vegna þessara sérstöku aðstæðna í þjóðfélaginu máttu færa vaxtagjöld vegna beggja íbúðanna í allt að þrjú ár talið frá árinu 2009.


Við hjónin erum á leiðinni til útlanda í nám og komum til með að sækja um að halda skattalegu heimili á Íslandi á meðan á því stendur. Við ætlum að leigja út íbúðina okkar og erum því að velta fyrir okkur hvort við höldum ekki rétti okkar til vaxtabóta.

Svar: Þið haldið rétti til vaxtabóta á meðan þið dveljið erlendis vegna náms og uppfyllið skilyrði um skattalegt heimili. Rétt er að benda á að ef þið leigið íbúð til eigin nota erlendis þá má færa þær leigugreiðslur til frádráttar á móti fengnum leigutekjum af íbúðinni hér heima.


Hvernig er með barnabæturnar í þessu tilviki?

Svar: Til að fá barnabætur hér á landi þurfið þið að gera grein fyrir fengnum barna­bótum erlendis á skattframtali og ef þær reiknast hærri hér á landi greiðist mismunurinn.

 

Fara efst á síðuna ⇑