Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 14.7.2024 20:30:13


Ξ Valmynd

3.5  HlutabrÚf og stofnfjßrbrÚf sparisjˇ­a

Í þennan kafla færast upplýsingar um nafnverð, arð og staðgreiðslu vegna innlendra hlutabréfa og stofnfjárbréfa í sparisjóðum sjálfkrafa af eyðublaði RSK 3.19 Hlutabréfaeign – kaup og sala (sjá kafla 7.6). Framteljandi færir því allar upplýsingar um hlutabréf og stofnfjárbréf á það eyðublað en getur ekki skráð beint í þennan kafla framtalsins. Eyðublaðið er fimmskipt. Í fyrsta lagi öll hlutabréf í innlendum félögum sem ekki sæta sérstakri skattlagningu. Í öðru lagi sérstök hlutabréf sem keypt voru á árunum 1990-1996 í innlendum hlutafélögum sem uppfylltu tiltekin skilyrði og ríkisskattstjóri hafði staðfest, í þriðja lagi hlutabréf sem fengin hafa verið á undirverði og eru með frestaðri tekjuskattskvöð, í fjórða lagi hlutabréf sem veitt hafa sérstakan skattafslátt og í fimmta lagi erlend hlutabréf. Öll innlend hlutabréf, bæði almenn og sérstök, sem framteljandi átti í árslok og/eða hafði arðstekjur af á tekjuárinu færast í þennan kafla, þ.e. fjárhæðir úr dálkum 13-15 af eyðublaðinu RSK 3.19.

 
RSK 3.19 Hlutabréfaeign - kaup og sala
Farið er inn í skráningarmyndirnar með því á smella á hnappinn >> sem er hægra megin í kennitölureitnum. Síðan er farið á milli þrepa með því að smella á Áfram>> eða <<.
 
Hafi framteljandi skilað hlutabréfayfirliti RSK 3.19 í fyrra, þá eru nú árituð inn á blaðið þau hlutabréf sem til voru í árslok skv. þeim skilum. Búið er að skrá kennitölu í dálk 1 og nafn félags í dálk 2, sem og nafnverð í ársbyrjun í dálk 3 og stofnverð (kaupverð) í dálk 4.
 
Hafi hlutafélag skilað hlutafjármiðum til Skattsins eru einnig áritaðar upplýsingar af þeim miðum um arð og staðgreiðslu. Hafi framteljandi fengið greiddan arð á árinu 2021 er búið að árita hann í dálk 13 og staðgreiðslu af arði í dálk 14.
 
Allar breytingar á hlutabréfaeign á árinu 2021 (t.d. kaup eða sölu hlutabréfa) þarf framteljandi síðan að skrá inn á blaðið, í þrepum 2 og 3.
 
Hlutabréf í nokkrum stórum almenningshlutafélögum teljast verðlaus þótt félögunum hafi ekki formlega verið slitið, m.a. hlutabréf í öllum gömlu viðskiptabönkunum og stofnfjárbréf í stærstu sparisjóðunum. Hlutabréf í eftirfarandi félögum eru því ekki lengur árituð frá fyrra ári, nema framteljandi hafi fengið hlutafjármiða frá félaginu:
    5402912259  LBI ehf. (gamli Landsbankinn)
    5505003530  Glitnir HoldCo ehf.
    5608820419  Kaupþing ehf.
    5405022770  SPRON ehf.
    6102692229  BYR ehf.
    6602881049  A1988 hf. (gamla Eimskipafélagið)
    4612962119  Icelandic Group ehf.
 
Hafi framteljandi ekki skilað hlutabréfayfirliti RSK 3.19 áður, þá gildir eftirfarandi:
Nafnverð hlutabréfa er ekki áritað á eyðublaðið. Framteljandi þarf að færa nafnverð hlutabréfa sem hann átti í ársbyrjun 2021 inn í skráningarmynd (þrep 1). Hafi hlutabréf verið keypt í félaginu á árinu eru þau skráð í þrep 2 en seld hlutabréf í þrep 3.
 
Þegar búið er að skrá þessar upplýsingar reiknar eyðublaðið sjálfkrafa nafnverð hlutabréfa sem framteljandi átti í árslok 2021. Það er birt í dálki 15 og á að stemma við nafnverð sem tilgreint er á hlutafjármiða (hlutafjármiðar eru sýndir á sundurliðunarblaði).

 

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑