Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 2.12.2024 07:09:14


Ξ Valmynd

6.3  Sérskattlagning barna sem misst hafa foreldri

Ef óskað er sérskattlagningar barns, sem misst hefur annað foreldri sitt eða bæði og ekki verið ættleitt, er ekki hægt að skila framtali barns á vefnum. Fylla þarf út og skila öðru framtalsformi sem prenta má út af vefnum (sjá hér) eða nálgast hjá Skattinum.
 
Launatekjur færast í kafla 1, en bætur, styrkir og aðrar greiðslur í kafla 2. Með barnaframtalinu skal skila síðum 3 og 4 af skattframtali einstaklinga, vegna eignatekna og vegna eigna og skulda. Ef fallist er á umsókn um sérskattlagningu skattleggjast allar tekjur samkvæmt 1. og 2. kafla eins og launatekjur barna, þ.e. 4% tekjuskattur og 2% útsvar á allar tekjur umfram frítekjumark. Fjármagnstekjur bera 22% tekjuskatt. Frítekjumark vegna fjármagnstekna er 300.000 kr.

 

Fara efst á síðuna ⇑