Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 11:21:32


Ξ Valmynd

1.1.1  Leiðrétting á þjóðskrárupplýsingum

Áritun úr Þjóðskrá - leiðréttingar
Ef áritun á framtal (nöfn, kennitölur, heimilisfang) er ekki rétt skal leiðrétting send til Þjóðskrár. Sama á við ef upplýsingar um börn á framfæri framteljanda í lið 1.1 eru ekki réttar eða vantar inn á framtalið. Athugið að börn sem fædd eru í desember 2019 eru hugsanlega ekki tilgreind á framtali og þarf þá að færa þau inn á það.
 
Fjölskyldumerking
Fjölskyldumerking segir til um fjölskyldustöðu í Þjóðskrá 31. des. 2019. Fyrsta tákntalan segir til um hjúskaparstöðu, þ.e.:
1          einhleypingur,
2          einhleypingur með börn yngri en 18 ára,
3          hjón,
6          samskattað sambúðarfólk,
7          sambúðarfólk sem hafði rétt til samsköttunar á sl. ári en var ekki samskattað,
*          nýhafin sambúð og
9          framteljandi sem misst hefur maka sinn á sl. ári.
Önnur tákntalan segir til um fjölda barna yngri en 7 ára og þriðja um fjölda barna á aldrinum 7-17 ára á framfæri framteljanda.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑