Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 05:32:34


Ξ Valmynd

5.1  Vaxtagjöld vegna kaupleiguíbúða eða búseturéttar

Þeir sem keypt hafa búseturétt/eignarhlut í kaupleiguíbúð eiga rétt á vaxtabótum vegna vaxtagjalda sem innheimt eru með leigugjöldum, auk vaxtagjalda vegna lána sem tekin eru vegna kaupa á búseturétti eða eignarhlut.
 
Séu þessar upplýsingar ekki áritaðar þarf leigutaki að verða sér úti um eyðublaðið RSK 3.08 (sjá hér). Leigutaki þarf að snúa sér til leigusala og fá blaðið útfyllt og láta það síðan fylgja með framtali. Vaxtagjöld samkvæmt eyðublaðinu færast í reit 166 og eftirstöðvar skulda í reit 167.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑