Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 1.12.2024 17:09:53


Ξ Valmynd

4.1.1  Áritun fasteigna á framtal

Upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um mat fasteigna í árslok 2018 eru áritaðar á framtalið.
 
Vanti í einhverjum tilvikum fasteignir inn í fasteignamatið og sundurliðunina, þarf að bæta þeim á framtalið. Einnig getur þurft að leiðrétta áritaða fjárhæð á framtali eða bæta henni við, sé fasteignamatið ekki áritað. Leiðréttingar sem þessar geta m.a. átt við ef fasteignamat hefur breyst vegna kærumeðferðar og nýtt fasteignamat borist framteljanda áður en framtalsgerð lýkur. Í þeim tilvikum skal nýja fasteignamatið fært á framtal. Leiðréttingu á árituðu fasteignamati þarf framteljandi að rökstyðja með nauðsynlegum fylgigögnum auk þess sem geta skal um slíkt í athugasemdum í lið 1.4.
 
Auk leiðréttingar á framtali skal beiðni um leiðréttingu á fasteignamati eða breytta skráningu komið til Þjóðskrár Íslands.

Upplýsingar um fasteignir og fasteignamat er að finna á „Mínum síðum“ á húseiganda á http://www.island.is. Tilgreina skal heildarmat (þ.e. fasteignamat samtals) og fastanúmer fyrir hverja eign. Framteljandi skráir aðeins sinn eignarhluta ef um sameign er að ræða.
 

 

Fara efst á síðuna ⇑