FRAMTALSLEIÐBEININGAR 2016
8.5.7 600390-2289 Atorka Group hf
600390-2289 Atorka Group hf
Atorka Group hf. hét áður Fjárfestingarfélagið Atorka hf. og þar áður Íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. Kaup í Íslenska hlutabréfasjóðnum hf. veittu rétt til frádráttar frá tekjuskattsstofni. Ef hlutabréfin í Atorka Group hf. eru tilkomin vegna kaupa í Íslenska hlutabréfasjóðnum hf. og fenginn var fullur frádráttur frá tekjuskattsstofni, þá er hér tafla yfir hvað þurfti að kaupa fyrir háa fjárhæð til að fá fullan frádrátt frá tekjuskattsstofni.
Á árinu 2007 greiddi Atorka Group hf. arð bæði í peningum og í hlutabréfum í félaginu. Greiddur var 110% arður af nafnvirði hlutafjár. 50% var greitt í peningum en 60% í formi hlutabréfa. Arðurinn var greiddur út 29. mars 2007 og var á genginu 7,7.
Hlutabréf sem fengin voru í gegnum arðgreiðslu skal skrá sem kaup á hlutabréfum í Atorku Group hf. Dagsetning kaupanna er 29.3.2007 og kennitala seljanda er 600390-2289. Nafnverðið er 7,7922% af nafnverðinu eins og það var í ársbyrjun, hafi engin hlutabréf verið keypt í félaginu frá ársbyrjun fram að aðalfundardegi. Kaupverð hlutabréfanna er nafnverð þeirra margfaldað með 7,7.