Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 21.12.2024 14:35:14


Ξ Valmynd

2.2.3  Bifreiđahlunnindi

Færa skal bifreiðahlunnindi í reit 134. Umráð starfsmanns af fólksbifreið eða öðrum bifreiðum sem hægt er að hafa sambærileg not af, sem launagreiðandi hans lætur honum í té til fullra umráða, skulu metin starfsmanni til tekna sem hér segir (m.v. heilt ár):
 
Bifreið sem tekin var í notkun á árunum 2013, 2014 eða 2015
26%
Bifreið sem tekin var í notkun á árunum 2010, 2011 eða 2012 21%
Bifreið sem tekin var í notkun á árunum 2009 eða fyrr 18%
 
 
Ekki skiptir máli hver upphaflegur eigandi bifreiðarinnar var. Bifreið sem flutt var inn notuð telst hafa verið tekin til notkunar á því ári sem hún var framleidd. Mánaðarleg hlunnindi teljast 1/12 af hlunnindum reiknuðum eins og framan greinir fyrir hvern byrjaðan mánuð og skal við það miðað ef umráðin vara hluta úr ári.

Greiði launamaður rekstrarkostnað bifreiðar sem hann hefur umráð yfir skulu hlunnindi lækkuð um 6% af verði bifreiðarinnar. Sjá nánari upplýsingar í Bifreiðaskrá 2015 RSK 6.03.

 

 

Fara efst á síđuna ⇑