Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 18.1.2025 09:04:48


Ξ Valmynd

2.8  Tekjur erlendis

Hafi tekna verið aflað erlendis, á sama tíma og maður var heimilisfastur hér á landi, skal færa þær undir þennan lið. Færa skal allar tekjur sem aflað hefur verið erlendis á árinu, aðrar en arð, vaxtatekjur og laun frá alþjóðastofnunum. Hér getur t.d. verið um að ræða:
  • Launatekjur
  • Eftirlaun 
  • Lífeyrisgreiðslur
  • Greiðslur almannatrygginga
  • Tekjur af sjálfstæðri starfsemi
  • Laun vegna sjómennsku
  • Stjórnarlaun
  • Söluhagnað
  • Leigutekjur
  • Skattskylda vinninga
Gefa skal upp í hvaða landi teknanna var aflað og fjárhæð þeirra í erlendri mynt, sem umreikna skal síðan í íslenskar krónur á meðalkaupgengi þess tímabils þegar teknanna var aflað. Sú fjárhæð færist síðan í reit 319. Gera skal grein fyrir greiddum sköttum erlendis í erlendri mynt. Tilgreina þarf hvers eðlis tekjurnar eru með því að velja viðeigandi tekjuflokk í fellilista vefframtals.
 
 
Upplýsingar um gengi gjaldmiðla má fá á heimasíðu Seðlabankans, sedlabanki.is
 
 

Tekjur erlendis sem ekki færast í kafla 2.8

Arð af erlendum hlutabréfum á að telja fram á hlutabréfablaðinu RSK 3.19, en þaðan færast fjárhæðir í lið 3.6 á þriðju síðu framtals. Vaxtatekjur á að telja fram á þriðju síðu framtals. Innstæður í erlendum bönkum og vexti af þeim í lið 3.2 og erlend verðbréf og kröfur í lið 3.3.
Sjá kafla 7.11.3 - Vaxtatekjur og arður erlendis.
 
Laun frá alþjóðastofnunum, sem undanþegin eru skattskyldu samkvæmt samningum, á að telja fram í lið 2.3 á tekjusíðu framtals. Sama á við um staðaruppbót sem greidd er vegna starfa erlendis í þjónustu hins íslenska ríkis eða vegna starfsmanna Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Sjá kafla 7.11.2 - Laun frá alþjóðastofnunum.

 

 

Fara efst á síđuna ⇑