Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 08:52:40


Ξ Valmynd

1.2.3  Þrep 3 - Krafa í heimabanka (greiðsla)

Þegar staðgreiðsluskýrslu hefur verið skilað stofnast krafa í vefbanka launagreiðanda.

Kröfuna er að finna undir "ógreiddir reikningar" í viðkomandi vefbanka. Til að krafa stofnist í vefbanka þarf vefbanki að vera á sömu kennitölu og kennitala launagreiðanda. Stofnist ekki krafa er alltaf hægt að greiða með því að smella á “Innslegnar kröfur” (Landsbankinn) en “Innslegnar kröfur” eru undir “Ógreiddir reikningar” í Landsbankanum og eru hinir bankarnir með samskonar uppsetningu.

Upplýsingar um OCR-rönd, sem samanstendur af tilvísunarnúmeri, seðilnúmeri, færslulykli, stofnun, höfuðbók og reikningsnúmeri, er að finna á kvittun skýrslunnar sem send var (sem má nálgast undir "skoða eldri skýrslu").

 

Fara efst á síðuna ⇑