RAFRÆN SKIL OG UMSÓKNIR
1.3 Skoða eldri skýrslu
Hægt er að fá yfirlit yfir allar skýrslur sem skilað hefur verið rafrænt, en skýrslur sem skilað hefur verið á pappír birtast ekki í yfirlitinu.
Hægt er að sækja PDF-kvittun (útfylltan gíróseðil) af skilagrein staðgreiðslu sem nota má til greiðslu í banka sé ekki hægt að greiða í vefbanka. Eins er hægt að sækja OCR rönd til greiðslu í AB gíró sé ekki krafa í vefbanka (sjá nánar hér).
Við áramótauppgjör eiga upplýsingar vegna eldri skila að stemma við talningar í gagnaskilum (þ.e. launamiða).
Athugið að ekki er hægt á skoða sundurliðanir eftir að skýrsla hefur verið send (eingöngu skilagreinar).