Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 12.9.2024 18:58:36


Ξ Valmynd

5  Fjársýsluskattur

Fjársýsluskattur samkvæmt lögum nr. 165/2011 leggst á fjármálafyrirtæki og þá sem stunda vátryggingastarfsemi. Einnig útibú, umboðsmenn og aðra sem eru í fyrirsvari fyrir erlenda aðila sem reka hér á landi starfsemi samkvæmt framansögðu. Skattstofn er allar tegundir launa eða þóknana með þeim undanþágum sem taldar eru upp í 5. gr. laganna. Skattskyldir aðilar til fjársýsluskatts eru þeir aðilar sem eru undanþegnir virðisaukaskatti skv. 9. og 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Fjársýsluskatturinn hefur verið 5,5% af skattstofni síðan 2014.

Nánar:

 

Fara efst á síđuna ⇑