Leiđbeiningar um rafrćn skil, sótt 22.11.2024 07:24:19


Ξ Valmynd

5.4  Skil á fjársýsluskatti

Greiða skal 5,5% fjársýsluskatt af öllum tegundum launa eða þóknana fyrir starf, hverju nafni sem nefnist, eins og nánar er ákveðið í lögum um fjársýsluskatt. Undanþegnar eru eftirlauna- og lífeyrisgreiðslur og greiðslur vegna fæðingarorlofs að því marki sem þær eru ekki umfram það sem fæst endurgreitt úr Fæðingarorlofssjóði.
Skil á fjársýsluskatti eru rafræn í gegnum þjónustusíðu ríkisskattstjóra, skattur.is, þar sem velja skal Vefskil - staðgreiðsla og merkja við skil á fjársýsluskatti og setja síðan inn stofn til fjársýsluskatts.

Nánar:

 

Fara efst á síđuna ⇑