Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 19:08:48


Ξ Valmynd

7.8.1  Lækkun vegna veikinda, slysa eða ellihrörleika

Við mat á ívilnun er fyrst og fremst litið á þann beina kostnað sem framteljandi hefur orðið fyrir á tekjuárinu og er umfram fengnar bætur og styrki. Þá þarf kostnaður að vera umfram það sem venjulegt er og þannig að gjaldþol umsækjanda sé skert.

Fyrir þurfa að liggja upplýsingar og gögn til staðfestingar á útlögðum kostnaði svo og læknisvottorð. Í undantekningartilvikum geta málsatvik verið þannig að ekki sé unnt að leggja fram nægjanleg gögn og metur ríkisskattstjóri þá fram komnar skýringar heildstætt og að álitum.

Það sem fyrst og fremst er litið á við mat á ívilnun:

  • Beinan kostnað sem er umfram fengnar bætur, styrki og aðrar greiðslur.
  • Hvort kostnaður er meiri en það sem venjulegt er og skerði gjaldþol umsækjanda.
  • Framlögð gögn til staðfestingar á útlögðum kostnaði og læknisvottorð.

 Það sem telst til kostnaðar í þessu sambandi:

  • Lyfjakostnaður, staðfestur af lyfjaverslun.
  • Náttúrulyf tekin samkvæmt læknisráði.
  • Sjúkraþjálfun og sjúkranudd samkvæmt læknisráði.
  • Tannviðgerðir, ef þær eru afleiðing af sjúkdómum. 
  • Tannréttingar, ef þær eru vegna sjúkdóma eða slysa sem ekki fást bætt.
  • Dvöl á heilsustofnunum samkvæmt læknisráði.
  • Kostnaður við glasa- eða tæknifrjóvgun.
  • Ferðakostnaðar sem er vegna veikinda/slysa og fæst ekki endurgreiddur.
  • Aukin útgjöld af notkun bíls vegna fötlunar eða hreyfihömlunar.
  • Kostnaður við sérútbúnað á heimili, vegna fötlunar.
  • Aðkeypt þjónusta og heimahjúkrun vegna ellihrörleika, sem umsækjandi greiðir sjálfur.
  • Dvalarheimiliskostnaður sem umsækjandi þarf að greiða sjálfur.

Það sem almennt telst ekki til kostnaðar (sjá nánar í kafla 7.8.1.1):

  • Almennar tannviðgerðir og tannréttingar.
  • Kostnaður vegna ættleiðingar. Þó er veittur frádráttur í skattframtali (reitur 157) á móti ættleiðingarstyrk úr ríkissjóði.
  • Gleraugu, nema ef kostnaður er verulegur og af sérstökum heilsufarslegum ástæðum.
  • Heyrnartæki, nema ef kostnaður er verulegur og af sérstökum heilsufarslegum ástæðum.

 

Athugið að upptalningar þessar þurfa ekki að vera tæmandi.

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑