Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 18:22:54


Ξ Valmynd

7.13  Skattaleg heimilisfesti

Með skattalegri heimilisfesti eru námsmanni tryggð réttindi til að vera skattlagður eins og hann hefði verið heimilisfastur hér á landi allt árið. Þetta þýðir að við skattlagningu er tekið tillit til þess skattafsláttar og bóta sem hann ætti rétt á ef lögheimili hans hefði verið hér á landi. Tekjur og eignir erlendis hafa áhrif á skattlagninguna. Barnabætur eða hliðstæðar greiðslur erlendis koma til lækkunar á barnabótum hér á landi.

Fylla þarf út eyðublað RSK 3.26 vegna óskar um skattalega heimilisfesti.

Nánar:

 

Fara efst á síðuna ⇑