Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 29.3.2024 07:02:28


Ξ Valmynd

1.8.3.3  Afrit af framtölum

Framtal fyrra árs
Margir vilja hafa afrit af framtali fyrra árs til hliðsjónar þegar þeir fylla út skattframtalið sitt. Unnt er að sækja það með því að smella á "Afrit af framtali 2012" meðan framteljandi er inni á vefframtali eða á "Staðfest afrit framtals" á þjónustusíðu og gildir það jafnt um þá sem skiluðu á pappír og aðra.
 
Einnig er hægt að sækja staðfest afrit af framtölum nokkurra síðustu ára á þjónustusíðuna.
 
Staðfest afrit af framtali 2013
Eftir að skattframtali 2013 hefur verið skilað rafrænt er hægt að sækja ókeypis staðfest afrit af því á þjónustusíðu á skattur.is. Það er að jafnaði tilbúið tveimur dögum eftir skil.
      
Kjósi framteljandi frekar að fá staðfest afrit á pappír þarf hann að snúa sér til ríkisskattstjóra tveimur virkum dögum eða síðar eftir að framtali er skilað á vefnum.
 
Staðfest afrit er rafrænt undirritað af ríkisskattstjóra. Slíkt afrit er jafngilt stimpluðu pappírsafriti, þó aðeins þegar það er á rafrænu formi. Sé afritið prentað út, telst það ekki staðfest lengur. Ef nota á rafrænt undirritað staðfest afrit til afhendingar öðrum, t.d. lánastofnunum þarf að afhenda það á rafrænu formi.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑