Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.12.2024 11:48:24


Ξ Valmynd

3.1  Innstæður í innlendum bönkum og sparisjóðum

Innstæður í innlendum bönkum og sparisjóðum
Hér skal færa allar innstæður í bönkum og sparisjóðum. Sama gildir um innstæður í innlánsdeildum samvinnufélaga og á orlofsfjárreikningum. Innstæður á gjaldeyrisreikningum í innlendum bönkum færast í íslenskum krónum á kaupgengi í árslok, sbr. gengisskráningu Seðlabanka Íslands, sjá http://www.sedlabanki.is/gengi/gengisskraning/.
Vextir af reikningum í innlánsstofnunum skulu teljast til tekna í reit 12 þegar þeir eru færðir eiganda til eignar á reikningi. Þó skulu vextir af reikningum þar sem höfuðstóll og vextir eru bundnir til lengri tíma en 36 mánaða ekki teljast til tekna fyrr en þeir eru greiddir eða greiðslukræfir.
 
Upplýsingar úr vefbönkum
Upplýsingar frá bönkum og sparisjóðum um innlánsreikninga eru áritaðar í kafla 3.1, 3.4 og 5.5 í framtalinu.

 

Fara efst á síðuna ⇑