Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 19.4.2024 22:03:19


Ξ Valmynd

5.3  Eftirstöðvar skulda á söludegi

Þeir sem selt hafa íbúðarhúsnæði á árinu 2017 og ekki keypt eða hafið byggingu annars íbúðarhúsnæðis í stað hins selda fyrir árslok skulu færa eftirstöðvar skulda eins og þær voru á söludegi í dálkinn "Eftirstöðvar skulda" í kafla 5.2. Síðan þarf að setja hak í viðeigandi reit í kafla 5.3 og flyst þá fjárhæð eftirstöðva sjálfkrafa úr reit 45 í kafla 5.2 yfir í reit 41 í kafla 5.3.
 
Skuldbreyting vegna vanskila - frysting láns - frestun
Sem stofn til vaxtabóta teljast gjaldfallnir vextir og verðbætur sem greiddar voru á árinu. Sé samið um breytingu á skilmálum láns sem er í vanskilum, með því að breyta vanskilunum í nýtt lán, telst sá hluti vanskilanna, sem eru vextir og verðbætur, til gjaldfallinna og greiddra vaxtagjalda þegar formlega er gengið frá þessari nýju lántöku, hvort heldur það er gert með því að bæta vanskilunum við höfuðstól lánsins eða að veitt er alveg nýtt lán. Þegar lán er fryst eða greiðslum frestað án þess að veitt sé nýtt lán, sbr. framanritað, teljast áfallnir vextir af þeim ekki til stofn til vaxtabóta fyrr en greiðsla fer fram. Sá hluti frestaðra greiðslna sem eru vextir og verðbætur teljast með í stofni til vaxtabóta þegar greiðsla fer fram eða þeim er formlega bætt við höfuðstól lánsins og teljast nýtt lán með þeim hætti.
 
Fyrirframgreiðsla vaxtabóta
Þeir sem fengu fyrirframgreiddar vaxtabætur vegna vaxtagjalda á árinu 2016 þurfa eftir sem áður að gera grein fyrir vaxtagjöldum vegna íbúðarkaupa á framtali sínu. Hafi verið tekin önnur lán vegna öflunar íbúðarhúsnæðis en þau sem notuð voru við útreikning fyrirframgreiðslu, skal gera grein fyrir vaxtagjöldum af þeim á framtali.

 

 

Fara efst á síðuna ⇑