Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 4.12.2024 08:53:40


Ξ Valmynd

6.1  Launatekjur barns

1.1   Laun og starfstengdar greiðslur barns
Hér færast launatekjur barnsins.
 
1.2   Reiknað endurgjald barns
 Í þennan lið færist reiknað endurgjald starfi barnið við atvinnurekstur forráðanda. Eftirfarandi viðmiðun skal hafa við ákvörðun á reiknuðu endurgjaldi barns árið 2017:
 
Sé barn 15 ára:
       Mánaðarlaun        151.000 kr.
       Árslaun              1.812.000 kr.
Sé barn 13 eða 14 ára:
       Mánaðarlaun      131.000 kr.
       Árslaun            1.572.000 kr.

Reiknað endurgjald barna er ekki staðgreiðsluskylt.
 
1.3   Dagpeningar og hlunnindi barns
Hafi barnið fengið greidda dagpeninga vegna ferða á vegum vinnuveitanda skal færa þá til tekna í reit 23. Frádráttur á móti dagpeningum færist í reit 33. Fylla skal út eyðublaðið Dagpeningar RSK 3.11 vegna þessa frádráttar. Hér eru einnig færð laun sem greidd hafa verið í hlunnindum, svo sem fæðishlunnindum eða fatahlunnindum.

 

Fara efst á síðuna ⇑