Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 11.12.2024 21:10:18


Ξ Valmynd

3.10  Tapaðar fjármagnstekjur. Mótreikningur

Heimilt er að draga tapaða vexti frá fjármagnstekjum hafi skattur þegar verið greiddur af vöxtunum. Frádrátt má færa á framtali þess árs þegar sýnt er fram á að krafan sem vextirnir voru reiknaðir af fæst ekki greidd og má þá krafan ekki vera eldri en fimm ára. Frádráttinn má einungis færa á móti fjármagnstekjum.

Ef frádrátturinn nýtist ekki að fullu á móti fjármagnstekjum yfirfærist heimildin til næsta framtals, í allt að fimm ár. Á sama hátt má draga frá aðrar tapaðar fjármagnstekjur sem skattur hefur verið greiddur af. Sækja þarf skriflega um þennan frádrátt og geta um hann í athugasemdum í kafla 1.4 á forsíðu framtalsins.

 

Fara efst á síðuna ⇑