Lei­beiningar um rafrŠn skil, sˇtt 26.9.2023 22:46:10


Ξ Valmynd

4.1.2  Matsver­ fasteigna

Fasteignir í byggingu teljast til eignar á kostnaðarverði skv. Húsbyggingarskýrslu RSK 3.03 en henni ber að skila vegna nýbygginga eða endurbóta á húsnæði (sjá nánar um eyðublaðið í kafla 7.5). Hafi fasteign t.d. verið metin fokheld til fasteignamats skal færa hana til eignar á því mati. Við bætist byggingarkostnaður sem til hefur fallið síðan, til ársloka 2015. Byggingarkostnaður vegna viðbygginga, breytinga eða endurbóta á þegar metnum eldri fasteignum skal færður sérstaklega til eignar á sama hátt.
 
Ómetnar fasteignir sem keyptar voru á árinu 2015 færast á kostnaðarverði, en eldri eignir á verði eins og það var fært í framtali 2015.
 
Eigendur leigulóða skulu færa til eignar afgjaldskvaðarverðmæti þeirra sem er 15-föld lóðarleiga eins og hún kemur fram á fasteignagjaldaseðlum sveitarfélaganna 2015. Ef 15-föld lóðarleiga er hærri en fasteignamat færist lóðin til eignar á fasteignamati.
 
Leigutakar leigulóða skulu færa leigulóðir til eignar á fasteignamatsverði. Í reit 313 undir lið 4.1 færist fjárhæð afgjaldskvaðarverðmætis en það kemur til lækkunar á fasteignamati lóðar. Athuga skal að þær fjárhæðir sem eru áritaðar í lið 4.1 eru skráðar án tillits til afgjaldskvaðarverðmætis og þurfa framteljendur því undir öllum kringumstæðum að færa það sjálfir á framtalið. Athugið að ekki á að draga fjárhæð í reit 313 frá samtölunni í reit 314.

Fasteignir barna færast í þennan lið, með fasteignum forráðenda.

 

Fara efst ß sÝ­una ⇑