LEIÐRÉTTINGIN
5.3.4 Hvenær er greitt inn á lán?
Það eru vörsluaðilar viðbótarlífeyrissparnaðar sem sjá um þá hlið málsins. Þeir greiða það sem heimilt er að ráðstafa til þeirra lánveitenda sem um ræðir hjá hverjum og einum umsækjanda. Berist umsókn fyrir 1. september 2014 fer fyrsta greiðsla inn á veðlánið í nóvember sama ár og síðan eigi sjaldnar en á 3ja mánaða fresti. Athugið að aldrei er greitt inn á lán fyrr en launagreiðendur hafa gert skil hjá vörsluaðilunum.