LEIÐRÉTTINGIN
5.2.4 Eigum við hjónin að gera sameiginlega umsókn?
Nei, hver einstaklingur sækir um fyrir sig. Hins vegar er hámarksheimild ykkar sameiginleg og þess vegna þurfið þið að ákveða hversu miklu af séreignarsparnaðinum hvort ykkar vill ráðstafa til greiðslu inn á hvaða fasteignaveðlán og hafa hliðsjón af því við útfyllingu á umsóknum ykkar beggja.Atthugaðu að ef þú uppfyllir skilyrði um samsköttun þarf nafn maka þíns að koma fram í umsókninni. Ef svo er ekki þá þarf að bæta því við.