Leiðbeiningar um rafræn skil, sótt 22.11.2024 13:42:50


Ξ Valmynd

5.1.5  Hvert er hámarkið hjá hjónum eða pari í sambúð?

Hámarksfjárhæð hjá hjónum og þeim sem uppfylla skilyrði til samsköttunar er sameiginleg og getur mest orðið samtals 750.000 kr. á ári. Fjárhæðin skiptist þannig að 500.000 kr. mega vera samtals af eigin framlagi ykkar og 250.000 kr. af framlagi launagreiðenda. Ykkar framlag má ekki heldur vera yfir 4% af iðgjaldsstofni ykkar beggja og framlag launagreiðenda ekki yfir 2% af iðgjaldsstofni (launum ykkar beggja samtals). Fjárhæðin getur aldrei orðið hærri en greitt hefur verið til séreignarsjóðsins/sjóðanna. 

Samtals öll árin 2014-2017 getið þið ráðstafað 1.500.000 kr. af eigin framlagi og 750.000 kr. af framlagi launagreiðenda ykkar beggja til að greiða inn á fasteignaveðlán. Heimildin hefur nú verið framlengt frá 1. júlí 2017 til 31. desember 2024 og er miðað við sömu árlegar fjárhæðir og áður. Samtals getur því hámarksfjárhæð orðið 6.750.000 kr. öll árin. Sömu hámörk gilda um inneign í séreignarsjóði sem heimilt er að taka út sem húsnæðissparnað allt til 30. júní 2023, að uppfylltum skilyrðum þar um.

Með lögum nr. 111/2016, um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, voru settar reglur um úttekt á séreignarsparnaði fyrir þá sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði áður. Samtals getur úttekt hvers einstaklings sem aflar sér íbúðarhúsnæðis í fyrsta skipti numið 5.000.000 kr. á tíu ára tímabili.

 

Fara efst á síðuna ⇑