8.3.8 Auðlegðarskattur
Auðlegðarskattur er lagður á í tveimur þrepum. Skattstofninn er nettóeign, þ.e. allar eignir að frádregnum öllum skuldum.
- Af fyrstu 75 milljónum kr. hjá einhleypingi og 100 milljónum kr. hjá hjónum og sambúðarfólki er enginn skattur.
- Næstu 75 milljónir kr. hjá einhleypingi og 100 milljónir kr. hjá hjónum og sambúðarfólki bera 1,5% skatt.
- Á nettóeign umfram 150 milljónir kr. hjá einhleypingi og 200 milljónir kr. hjá hjónum og sambúðarfólki er lagður 2% auðlegðarskattur.
Ef verðmæti hlutabréfa í eigu framteljanda er hærra en nafnverð bréfanna myndar mismunurinn stofn til aðulegðarskatts árið eftir. Er þá miðað við markaðsverð bréfa í félögum sem skráð eru á markaði en í öðrum félögum er miðað við hlutdeild í skattalegu eigin fé.
Þannig myndaði nafnverð hlutabréfa í eigu manns í árslok 2011 stofn til auðlegðarskatts við álagningu 2012. Sé raunvirði bréfanna hærra myndar mismunurinn stofn til viðbótarauðlegðarskatts í framtali 2013.
Nánar um viðbót við auðlegðarskattsstofn
7.21 Endurreikningur hlutabréfaeignar
7.21.1 Útfylling eyðublaðsins RSK 3.23
7.21.2 Hvað færist á framtal?